Iceland:Félagið Ísland-Palestína sýnir heimildamyndina Tragedy in The Holy Land 7.9.10

Félagið Ísland-Palestína sýnir Tragedy in the Holy Land - The Second Uprising í Friðarhúsinu, Njálsgötu 87 (á horni Njálsgötu og Snorrabrautar) þriðjudagskvöldið 7. september kl. 8


Fáar kvikmyndir um Mið-Austurlönd sýna söguna frá sjónarhóli Palestínumanna, þó að saga þeirra og daglegt líf liggi til grundvallar atburðanna á svæðinu.
Tragedy in the Holy Land fyllir að nokkru upp í það skarð sem má finna í vanalegri umræðu um deilu Ísraela og Palestínumanna, en fá átök í seinni tíð hafa verið eins misskilin og rangtúlkuð.
Rétturinn til lands og sjálfsmynd fólksins þar eru þau grundvallaratriði sem skoðuð eru í myndinni. Saga átakana er rakin frá sögulegu sjónarhorni sem margir Vesturlandabúar þekkja ekki til.
Myndin notast við ýmist gamalt og sjaldséð myndefni og viðtöl við margvíslega fræðimenn og sérfræðinga, þar á meðal Noam Chomsky og Edward Said. Hún veitir mikilvægar upplýsingar um rætur átakanna, sem enn geisa, og baráttuna fyrir tilverurétti og virðingu.

Myndin er 71 mínúta að lengd. Boðið er upp á hlé ef þess er óskað.

Kaffi verður á boðstólnum. Ókeypis er inn en tekið við frjálsum framlögum sem renna í neyðarsöfnun fyrir Palestínu. 
Reikningur neyðarsöfnunar: 0542-26-6990
Kt. 520188-1349